AP World ItemKvikmyndin Slumdog Millionaire, sem gerð er eftir bókinni Viltu vinna milljarð?, fékk 11 tilnefningar til BAFTA-verðlaunanna, bresku kvikmyndaverðlaunanna, sem veitt verða í febrúar.
Myndin, sem gerð var í Bretlandi og á Indlandi, fjallar um ungan mann sem tekur þátt í vinsælum sjónvarpsspurningaleik. Myndin var tilnefnd sem besta myndin, Dev Patel var tilnefndur sem besti leikarinn og Danny Boyle sem besti leikstjórinn. Einnig var myndin tilnefnd í nokkrum tækniflokkum. Kvikmyndin var sigursæl á Golden Globe verðlaunahátíðinni í Bandaríkjunum um síðustu helgi.
Kate Winslet, sem fékk tvenn verðlaun á Golden Globe, fékk tvær tilnefningar fyrir besta leik konu í aðalhlutverki í myndunum The Reader og Revolutionary Road.