Boy George dæmdur í 15 mánaða fangelsi

Breski tónlistarmaðurinn Boy George var í Lundúnum í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi en hann var sakfelldur í desember fyrir að hafa haldið norskum fylgdarpilti föngnum heima hjá sér á árinu 2007. 

Boy George, sem er 47 ára og fyrrum söngvari Culture Club, var sakaður um að hafa handjárnað 29 ára gamlan Norðmann, Audun Carlsen, og barið hann með járnkeðju þegar hann reyndi að flýja íbúð popparans í kjölfar nektarmyndartöku.

George, sem heitir réttu nafni George O'Dowd, játaði að hafa handjárnað Carlsen í apríl árið 2007. Hann sagði hins vegar að hann hefði gripið til þessa ráðs eftir að grunsemdir vöknuðu hjá honum að Norðmaðurinn hafi átt við tölvuna hans og náð þaðan ljósmyndum.

Carlsen segir þetta vera tilbúning. Hann hafi verið færður í handjárn vegna þess að George hafi viljað refsa honum fyrir að vilja ekki stunda með honum kynmök.

Boy George er hann mætti fyrir dómara í Lundúnum í …
Boy George er hann mætti fyrir dómara í Lundúnum í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar