N4: Hundurinn fámáll um stöðu efnahagsmála

Björn Þorláksson gerir tilraun að tala við hundinn í morgun.
Björn Þorláksson gerir tilraun að tala við hundinn í morgun.

Björn Þorláksson gerði í morgun tilraun til þess að taka viðtal við hund, fyrir Föstudagsþátt akureyrsku sjónvarpsstöðvarinnar N4, en þátturinn verður sýndur í kvöld. Gesturinn var spurður um ástandið í efnahagslífi þjóðarinnar, en mun hafa verið fámáll.

Björn spurði hvað hundinum fyndist um ástandið í efnahagslífi þjóðarinnar. Björn segist hafa viljað velta upp þeirri spurningu hvort það að fá hund í settið væri verri hugmynd en að fá stjórnmálamenn í spjall; stjórnmálamenn sem margir hverjir virðast sekir um lýðskrum og ábyrgðarleysi gagnvart almenningi, eins og hann kemst að orði.

Sýning þáttarins hefst kl. 18.20 í dag en viðtalið við hundinn er í lokin. Föstudagsþátturinn verður endursýndur á klukkustundarfresti til morguns og má sjá hann á rás 15 á Digital Island.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar