„Hundar geta ekki notað smokka“

Pamela Anderson er mikill dýravinur.
Pamela Anderson er mikill dýravinur. Reuters

Bandaríska leikkonan Pamela Anderson segir að það eigi að vana flækingshunda í Mumbai á Indlandi í stað þess að drepa þá. Anderson, sem er mikill dýravinur, lét skoðanir sínar í ljós í bréfi sem hún sendi borgaryfirvöldum.

„Hundar geta ekki notað smokka en {...} það er hægt að taka þá sársaukalaust úr sambandi,“ segir hún í bréfinu.

Fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins að Anderson hafi nýverið komist að því hvernig farið sé með flækingshunda í borginni, en yfirréttur í Mumbai úrskurðaði að það eigi að drepa flækingshunda þar sem þeir séu borgarbúum til ama.

„Ég varð mjög áhyggjufull PETA-samtökin upplýstu mig um það að flækingshundar í Mumbai eru oft hirtir upp af götunni og drepnir á grimmilegan máta ,“ segir Anderson.

„Það hefur verið staðfest að það að drepa flækingshunda er ekki varanleg lausn á því að koma í veg fyrir fjölgun þeirra,“ segir ennfremur í bréfi leikkonunnar til yfirvalda í Mumbai.

Hún vísaði m.a. til rannsókna Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og Dýraverndunarsamtaka á Indlandi sem greina frá því að það hafi reynst best að gelda hundana, þ.e. til að draga úr ónæði og óheilbrigði. Auk þess væri það mun mannúðlegra að gelda hundana í stað þess að drepa þá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir