Íslendingar safna 200 milljónum fyrir U2

The Edge og Bono í U2.
The Edge og Bono í U2. Reuters

„Við erum 13 strák­ar sam­an í U2-klúbbi og höf­um verið að hitt­ast á svona þriggja mánaða fresti í 11 ár. Við erum all­ir mikl­ir aðdá­end­ur og marg­ir okk­ar hafa farið á tón­leika,“ seg­ir Ró­bert Heim­ir Hall­dórs­son, U2-aðdá­andi og sölu­stjóri hjá Wurth á Íslandi.

Ró­bert las viðtal við Ísleif Þór­halls­son tón­leika­hald­ara sem birt­ist í Morg­un­blaðinu hinn 8. janú­ar, en þar sagði Ísleif­ur m.a. að marg­ar af stærstu hljóm­sveit­um heims hefðu áhuga á að halda tón­leika á Íslandi eft­ir að krepp­an skall á, og var U2 ein þeirra sveita sem nefnd­ar voru til sög­unn­ar. Vanda­málið væri hins veg­ar að út­vega þyrfti gríðarlegt fjár­magn fyr­ir­fram, hugs­an­lega 99% kostnaðar­ins, og erfitt væri að fá slík lán um þess­ar mund­ir.

Í kjöl­farið ákváðu Ró­bert og fé­lag­ar að setja á stofn síðu á Face­book þar sem þeir sem vilja fá U2 til Íslands geta skráð sig. „Menn skrifa þá und­ir vil­yrði um að kaupa miða í for­sölu, án þess þó að búið verði að staðfesta að sveit­in komi til lands­ins,“ út­skýr­ir Ró­bert, en í gær höfðu um 2.000 manns skráð sig á aðeins fjór­um dög­um. „Við sett­um ekki inn miðaverð, en fólk hef­ur verið að spyrja okk­ur og við gisk­um á að þetta gæti verið í kring­um 10.000 krón­ur. Ef við fáum 20.000 manns til að skrifa und­ir og svo borga, erum við komn­ir með 200 millj­ón­ir, sem ætti að duga,“ seg­ir Ró­bert, en ef nógu marg­ar und­ir­skrift­ir fást munu þeir fé­lag­ar stofna reikn­ing sem svo verður hægt að leggja inn á. Ef ekk­ert verður svo af komu sveit­ar­inn­ar til lands­ins myndu þeir ein­fald­lega end­ur­greiða hverj­um og ein­um.

Sál­in myndi hita upp

„Við höf­um ekk­ert vit á því að halda tón­leika, þótt við þekkj­um vissu­lega marga í brans­an­um,“ seg­ir Ró­bert og bæt­ir því við að þeir fé­lag­ar séu svo bjart­sýn­ir á að af þessu verði að þeir séu þegar farn­ir að huga að upp­hit­un­ar­sveit.

„Gummi Jóns í Sál­inni hef­ur svo­lítið verið að koma í klúbb­inn til okk­ar þannig að við hugs­um að Sál­in myndi bara hita upp,“ seg­ir hann og hlær.

Áhuga­sam­ir geta skráð sig á Face­book, en finna má síðuna með því að skrifa „U2 til Íslands“ sem leit­ar­skil­yrði.

Tekið al­var­lega

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Flugeldarnir í einkalífinu gera þér erfitt fyrir að einbeita þér við vinnuna. Mundu að hver er sinnar gæfu smiður. Margar hendur vinna létt verk og það er þér í hag að klára strax.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Flugeldarnir í einkalífinu gera þér erfitt fyrir að einbeita þér við vinnuna. Mundu að hver er sinnar gæfu smiður. Margar hendur vinna létt verk og það er þér í hag að klára strax.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant