Íslendingar safna 200 milljónum fyrir U2

The Edge og Bono í U2.
The Edge og Bono í U2. Reuters

„Við erum 13 strákar saman í U2-klúbbi og höfum verið að hittast á svona þriggja mánaða fresti í 11 ár. Við erum allir miklir aðdáendur og margir okkar hafa farið á tónleika,“ segir Róbert Heimir Halldórsson, U2-aðdáandi og sölustjóri hjá Wurth á Íslandi.

Róbert las viðtal við Ísleif Þórhallsson tónleikahaldara sem birtist í Morgunblaðinu hinn 8. janúar, en þar sagði Ísleifur m.a. að margar af stærstu hljómsveitum heims hefðu áhuga á að halda tónleika á Íslandi eftir að kreppan skall á, og var U2 ein þeirra sveita sem nefndar voru til sögunnar. Vandamálið væri hins vegar að útvega þyrfti gríðarlegt fjármagn fyrirfram, hugsanlega 99% kostnaðarins, og erfitt væri að fá slík lán um þessar mundir.

Í kjölfarið ákváðu Róbert og félagar að setja á stofn síðu á Facebook þar sem þeir sem vilja fá U2 til Íslands geta skráð sig. „Menn skrifa þá undir vilyrði um að kaupa miða í forsölu, án þess þó að búið verði að staðfesta að sveitin komi til landsins,“ útskýrir Róbert, en í gær höfðu um 2.000 manns skráð sig á aðeins fjórum dögum. „Við settum ekki inn miðaverð, en fólk hefur verið að spyrja okkur og við giskum á að þetta gæti verið í kringum 10.000 krónur. Ef við fáum 20.000 manns til að skrifa undir og svo borga, erum við komnir með 200 milljónir, sem ætti að duga,“ segir Róbert, en ef nógu margar undirskriftir fást munu þeir félagar stofna reikning sem svo verður hægt að leggja inn á. Ef ekkert verður svo af komu sveitarinnar til landsins myndu þeir einfaldlega endurgreiða hverjum og einum.

Sálin myndi hita upp

„Við höfum ekkert vit á því að halda tónleika, þótt við þekkjum vissulega marga í bransanum,“ segir Róbert og bætir því við að þeir félagar séu svo bjartsýnir á að af þessu verði að þeir séu þegar farnir að huga að upphitunarsveit.

„Gummi Jóns í Sálinni hefur svolítið verið að koma í klúbbinn til okkar þannig að við hugsum að Sálin myndi bara hita upp,“ segir hann og hlær.

Áhugasamir geta skráð sig á Facebook, en finna má síðuna með því að skrifa „U2 til Íslands“ sem leitarskilyrði.

Tekið alvarlega

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir