Segir gagnrýni á Hallgrím ósanngjarna

Hallgrímur Helgason
Hallgrímur Helgason mbl.is/Brynjar Gauti


Alda Björk Valdimarsdóttir bókmenntafræðingur segir í nýrri bók sinni um Hallgrím Helgason og bókmenntaverk hans að gagnrýni sem heyrst hefur á hann sem eins konar talsmann útrásarvíkinganna sé að mörgu leyti ósanngjörn því að í raun hafi Hallgrímur lítið tjáð sig um útrásarvíkinganna.

Þá hafi hann ólíkt flestum öðrum íslenskum listamönnum verið gagnrýninn á íslenska neysluhyggju og óhóf landans. Það megi sjá í verkum á borð við Þetta er allt að koma, Roklandi og jafnvel 101 Reykjavík.

„Hallgrímur gengur í raun lengra en flestir íslenskir listamenn að gagnrýna bruðlið í íslenskum samtíma. Aftur á móti hefur hann í pistlum sínum skrifað mikið um íslenska listamenn sem hafa vakið athygli erlendis og er mjög stoltur af þeim," segir Alda Björk.

Í viðtali í Lesbók á morgun segir Alda frá helstu niðurstöðum sínum úr rannsókn sinni á verkum Hallgríms.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir