Úr Sveitabrúðkaupi í Slumdog Millionaire

Anthony Dod Mantle
Anthony Dod Mantle mbl.is/Valdís Óskarsdóttir

Breska kvikmyndin Slumdog Millionaire eftir Danny Boyle virðist ætla að sópa að sér verðlaunum á þeim stóru verðlaunahátíðum sem framundan eru. Sæbjörn Valdimarsson kvikmyndagagnrýnandi gaf myndinni fimm stjörnur í Morgunblaðinu en minnist sérstaklega á kvikmyndatökuna sem hann segir magnaða.

Sá sem á heiðurinn af henni er Bretinn Anthony Dod Mantle en Mantle þessi var yfirkvikmyndatökumaður Sveitabrúðkaups Valdísar Óskarsdóttur. Bæði stunduðu þau nám við Danska kvikmyndaskólann í lok níunda áratugarins en kynntust ekki almennilega fyrr en Valdís var fengin til að klippa Festen sem Anthony kvikmyndaði. „Við unnum í kjölfarið saman að Mifunes Sidste Sang en þar á eftir að Julien Donkey Boy.“ Valdís segir Mantle vel að tilnefningum sínum kominn. Hann sé mjög kraftmikill persónuleiki sem sé ávallt mjög áhugasamur um þau verkefni sem hann tekur að sér.

„Það er ofsalega gott að klippa efnið sem hann tekur upp en það á ekki við um alla kvikmyndatökumenn. Sjálfur hefur hann sagt að hann búi aðallega að því að hafa byrjað sem heimildarmynda-tökumaður og sjálfsagt er mikið til í því.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir