Barack Obama mun mæta á sérstaka tónleika sem haldnir verða í Washington í dag í tilefni að embættistöku hans á þriðjudag.
Meðal þeirra sem koma fram á tónleikunum, sem haldnir eru við Lincoln minnismerkið og ókeypis verður inn á, eru Bono, Bruce Springsteen, Jon Bon Jovi, Mary J. Blige, Beyonce og Shakira.
Leikararnir Jamie Foxx, Queen Latifah, Denzel Washington, Tom Hanks og Laura Linney eru þá meðal þeirra sem lesa munu valda kafla úr sögu Bandaríkjanna á tónleikunum.
Tvær nýjar skoðanakannanir sýna að Bandaríkjamenn eru bjartsýnir á að Obama takist að efna kosningaloforð sín. En könnun sem unnin var fyrir Washington Post og fréttastofu ABC sýnir að meira en helmingur Bandaríkjamanna hefur miklar væntingar til nýja forsetans. Þrír fjórðu telja þá að fjárhagsáætlun hans í muni bæta efnahagsástandið og átta af hverjum tíu eru jákvæðir í hans garð.