Bandaríska söngkonan Katy Perry hlaut fyrir mistök verðlaun fyrir besta lag ársins á franskri tónlistarhátíð. Hafði Perry verðið verðlaunuð fyrir lag sitt I Kissed a Girl sem reyndist svo ekki besta lagið eftir allt saman.
Sagði kynnir NRJ tónlistarverðlaunanna, sem fram fóru í Cannes, að mistök hefðu verið gerð við talningu atkvæða og besta lagið væri þess í stað lag Rihönnu, Disturbia.
Perry, sem þegar var búin að taka við verlaunum, fór þó ekki heim slypp og snauð því hún átti bestu plötu ársins One of the Boys.
Besta söngkonan var þá valin Britney Spears, á meðan að Pussycat Dolls hlutu verðlaun sem besta hljómsveitin og Enrique Iglesias sem besti söngvarinn