Þýskir gagnrýnendur lítt hrifnir af Cruise

Tom Cruise var viðstaddur frumsýningu myndarinnar í Suður-Kóreu í gær.
Tom Cruise var viðstaddur frumsýningu myndarinnar í Suður-Kóreu í gær. Reuters

Þýskir kvikmyndagagnrýndur eru ekki ýkja hrifnir af túlkun Tom Cruise sem Claus von Stauffenberg, sem gerði tilraun til að ráða Adolf Hitler af dögum árið 1944. Í rauninni má segja að þeir hafi tætt Cruise í sig. Þeir fagna því hins vegar að Hollywood hafi ákveðið að gera kvikmynd um þýska hetju.

Margir Þjóðverjar hafa beðið í ofvæningi eftir kvikmyndinni Valkyrie, ekki hvað síst vegna þess að Stauffenberg er goðsögn í landinu.

Flestir gagnrýndur segjast ekki hafa ekki gert miklar væntingar til Cruise í hlutverki Stauffenbergs. Þeir fáu sem það gerðu segjast hafa orðið fyrir vonbrigðum.

„Flatur“ og „svipbrigðalaus“ er á meðal þeirra orða sem gagnrýnandi dagblaðsins Tagesspiegel notar.

Myndin hefur fengið blendin viðbrögð meðal gagnrýnenda í Bandaríkjunum, en henni hefur hins vegar vegnað alveg ágætlega í miðasölunni. Hún hefur alls þénað um 72 milljónir dala frá því hún var frumsýnd í síðasta mánuði.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir