11 milljóna styrkur til Fjölsmiðjunnar

Afhending styrksins, fv. Bjarni Jóhannsson, rekstrarstjóri Nóatúns, Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri …
Afhending styrksins, fv. Bjarni Jóhannsson, rekstrarstjóri Nóatúns, Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Kaupáss, Steinunn Jónsdóttir, formaður styrktarsjóðs Norvikur og Þorbjörn Jensson forstöðumaður Fjölsmiðjunnar.

Fjölsmiðjan fékk í dag afhentan 11 milljóna króna styrk en það er afrakstur af sölu bókar Nóatúns, Veisla með fjölskyldu og vinum.

Eysteinn Helgason, framkvæmdastjóri Kaupáss afhenti Þorbirni Jenssyni, forstöðumanni Fjölsmiðjunnar styrkinn. Framleiðsla bókarinnar var styrkt að fullu af styrktarsjóði Norvikur og Nóatúni.

Bókin var seld í öllum Nóatúnsverslunum fyrir jólin og fór allt söluandvirðið óskert til Fjölsmiðjunnar. Bókin seldist vel, varð í 5. sæti yfir mest seldu bækur á síðasta ári s.k.v. metsölulista Morgunblaðsins og í fyrsta sæti í sínum flokki. 
 
Þorbjörn Jensson forstöðumaður segir styrkinn mikla lyftistöng fyrir unga fólkið í Fjölsmiðjunni á þessum erfiðu tímum. Styrkurinn hefur verið eyrnamerktar nýrri tónlistardeild, en það hefur verið draumur aðstandenda Fjölsmiðjunnar í mörg ár að stofna slíka deild. Þá er ætlunin að styrkja hússtjórnardeildina  til muna, sérstaklega eldhúsið.

Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk sem stendur á krossgötum í lífinu. Þar gefst fólki tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám.

Þorbjörn Jensson forstöðumaður Fjölsmiðjunar.
Þorbjörn Jensson forstöðumaður Fjölsmiðjunar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir