„Þetta er viss heimur, vist samfélag svona Evróvisjón-nörda,“ segir Regína Ósk Óskarsdóttir, annar helmingur Eurobandsins, sem var nýverið valið besta hljómsveitin í síðustu Evróvisjón-keppni.
Það voru hlustendur útvarpsstöðvarinnar ESC Radio sem völdu, en þetta er þriðja árið í röð sem keppnin er haldin. „Við vorum tilnefnd í sjö flokkum en sigruðum í þremur. Við fengum samt aðalverðlaunin, að vera valin besta hljómsveitin,“ segir Regína, en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í München í Þýskalandi um helgina.
Aðspurð segir Regína að mikill áhugi sé á Evróvisjón um alla Evrópu, óháð árstíma. „Allt árið er verið að halda svona litlar Evróvisjón-hátíðir, við erum til dæmis nýkomin frá Þýskalandi og Svíþjóð, og höfum fengið boð um að fara víðar, en við höfum bara ekki getað farið út um allt út af kreppunni,“ segir Regína. „Þannig að þetta hættir ekkert, við erum enn að, næstum ári eftir keppnina