Palli snýr aftur

Páll Óskar
Páll Óskar mbl.is

Vinsældir Páls Óskars Hjálmtýssonar virðast ekkert ætla að minnka á nýju ári því safnplata hans, Silfursafnið, er aftur komin í efsta sæti Tónlistans eftir nokkra dvöl í neðri sætum listans. Hvað veldur þessari endurkomu Palla á toppnum skal ósagt látið, en lítið hefur heyrst frá kappanum á allra síðustu vikum.

Annars skipa hálfgerðir safnpakkar efstu þrjú sætin þessa vikuna því í öðru sætinu situr plata með upptöku frá tónleikum sem haldnir voru til minningar um Vilhjálm Vilhjálmsson, en þar fluttu margir af þekktustu söngvurum landsins öll hans bestu lög. Í þriðja sætinu er svo Sálin hans Jóns míns og stórglæsilegur safnpakki sveitarinnar, Hér er draumurinn.

Annars vekur athygli að Lay Low á tvær plötur á listanum, nýju plötuna Farewell good night's sleep sem er í sjöunda sæti og fyrstu plötuna, Please don't hate me, sem hækkar um heil fjórtán sæti og er nú komin í tíunda sætið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir