Palli snýr aftur

Páll Óskar
Páll Óskar mbl.is

Vin­sæld­ir Páls Óskars Hjálm­týs­son­ar virðast ekk­ert ætla að minnka á nýju ári því safn­plata hans, Silf­ursafnið, er aft­ur kom­in í efsta sæti Tón­list­ans eft­ir nokkra dvöl í neðri sæt­um list­ans. Hvað veld­ur þess­ari end­ur­komu Palla á toppn­um skal ósagt látið, en lítið hef­ur heyrst frá kapp­an­um á allra síðustu vik­um.

Ann­ars skipa hálf­gerðir safn­pakk­ar efstu þrjú sæt­in þessa vik­una því í öðru sæt­inu sit­ur plata með upp­töku frá tón­leik­um sem haldn­ir voru til minn­ing­ar um Vil­hjálm Vil­hjálms­son, en þar fluttu marg­ir af þekkt­ustu söngvur­um lands­ins öll hans bestu lög. Í þriðja sæt­inu er svo Sál­in hans Jóns míns og stór­glæsi­leg­ur safn­pakki sveit­ar­inn­ar, Hér er draum­ur­inn.

Ann­ars vek­ur at­hygli að Lay Low á tvær plöt­ur á list­an­um, nýju plöt­una Farewell good nig­ht's sleep sem er í sjö­unda sæti og fyrstu plöt­una, Plea­se don't hate me, sem hækk­ar um heil fjór­tán sæti og er nú kom­in í tí­unda sætið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir