Innflutningur á fagtímaritum á algjörum ís

AP

Um nokkurra mánaða skeið, eða síðan hagkerfið sökk, hefur gætt talsverðs skorts á fagtímaritum í bókabúðum og er innflutningur á ís. Það er sama hvar borið er niður; laxveiði, tækni, tónlist, tíska, heimilisrekstur og slúður, allt er þetta undir sömu sökina selt. Tónlistartímarit eins og Mojo, Uncut og Q hafa t.d. ekki sést lengi og sama má segja um hið vinsæla danska rit Bo Bedre. Dönskum tímaritum og þýskum er reyndar hætt að skola hingað með öllu.

Jana Sturlaugsdóttir, vörustjóri blaða og tímarita hjá Pennanum, segir ástæðuna einfaldlega vera gjaldeyrisskort. Margir birgjar taki enga áhættu vegna óstöðugleikans hér og því séu margir titlar í herkví.

„Þar sem blöð lifa ekki nema í u.þ.b. mánuð verður fólk meira vart við þetta,“ segir hún. „Ég er að vonast til þess að lag komist á þessi mál eftir mánuð eða svo. En eins staðan er í dag í þjóðfélaginu tökum við bara einn dag í einu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar