Daniel Johnston er tónlistarmaður sem nýtur mikillar hylli hjá áhugafólki um neðanjarðartónlist um heim allan. Johnston heyr daglegt stríð við geðhvarfasýki en það hefur ekki aftrað honum í að gefa út ógrynni af tónlist sem lætur fá ósnortna, sökum einlægninnar og ástríðunnar sem í hana er lögð.
Arnar Eggert Thoroddsen gerir grein fyrir áhrifum þessa sérstæða listamanns í Lesbók en einn af þekktari aðdáendum hans var Kurt heitinn Cobain en grugggoðið var með Johnston hátt uppi á stalli hjá sér.