Snýr Clooney aftur í ER?

George Clooney
George Clooney Reuters

Það er eflaust mörgum gleðifregn að heyra að hjartaknúsarinn George Clooney hefur samþykkt að snúa aftur í sjónvarpsþáttinn sem kom frægðarferli hans á koppinn: ER eða Bráðavaktina eins og við könnumst við hana upp á íslensku.

Einn meðframleiðandi Bráðavaktarinnar, John Wells, hefur skipað starfsliði þáttanna að halda framkomu Clooneys í þáttunum leyndri. Því er ekki vitað hvað hann á að koma fram í mörgum þáttum í lokaseríu þáttaraðarinnar.

Clooney kom seinast fram sem dr. Doug Ross í Bráðavaktinni árið 2000 þar sem hann sást í atriði með fyrrverandi kærustu Ross, Juliana Marguilies. Hann er frægasti leikari Bráðavaktarinnar og hefur Wells alltaf viljað láta hann snúa til baka í seinustu seríu þáttanna. En fimmtánda þáttaröð Bráðavaktarinnar var lengd um fjóra þætti í seinustu viku.

Fjórtánda þáttaröð Bráðavaktarinnar er nú sýnd í Sjónvarpinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir