Þingmaður reyndi að kúga fé út úr Travolta

Feðgarnir Jett og John Travolta.
Feðgarnir Jett og John Travolta. Reuters

Lögregla á Bahamaeyjum hefur handtekið þingmann og bráðaliða, sem grunaðir eru um að hafa reynt að kúga fé út úr bandaríska kvikmyndaleikaranum John Travolta í tengslum við dauða sonar hans í byrjun janúar.

Bráðaliðinn, sem starfar við að aka sjúkrabíl, var handtekinn í dag. Hann hefur komið fram í fjölmiðlum og lýst því hvernig reynt var að lífga Jett Travolta við. Jett, sem var 16 ára, fékk flog í sumarhúsi fjölskyldunnar á Grand Bahama og lést. Hann átti við vanheilsu að stríða.

Í gær var þingmaðurinn Pleasant Bridgewater handtekinn og hefur verið í yfirheyrslum síðan vegna málsins.

Ekki hefur verið upplýst hvernig reynt var að kúga fé út út Travolta. Hann og eiginkona hans, leikkonan Kelly Preston, fóru til Flórída, þar sem þau búa, með ösku sonar síns.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar