Fegurðardrottning látin eftir veikindi

Brasilíska fyrirsætan Mariana Bridi, sem átti að keppa fyrir hönd Brasilíu í Miss World-keppninni, er látin af völdum blóðeitrunar, sem  olli því að læknar þurftu að fjarlægja hendur hennar og fætur.

Stúlkan, sem er tvítug, veiktist í desember og héldu læknar þá að hún væri með nýrnasteina og settu hana á lyf gegn þeim. Síðar, þegar stúlkan hneig niður, kom í ljós að hún var með lífshættulega bakteríusýkingu. Eina leiðin til þess að bjarga lífi hennar var að fjarlægja útlimi hennar frá búk til þess að koma í veg fyrir að sýkingin breiddi úr sér.

Bridi tók m.a. þátt í Miss Bikini International í Kína á síðasta ári.    

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Torill Thorup
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Steindór Ívarsson