Lögin Easy to Fool, eftir Torfa Ólafsson, og Lygin ein, eftir Albert G. Jónsson, komust áfram í lokakeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld.
Kaja Halldórsdóttir söng lagið Lygin ein, sem er, samkvæmt lýsingu Bergþóru Jónsdóttur, blaðamanns, í Morgunblaðinu í dag, hressilegt, rafrænt stelpupopp í anda Kylie Minogue og Christinu Aguilera, með eitraðan texta.
Arnar, Edgar, Sverrir og Ólafur sungu Easy to Fool, sem Höskuldur Ólafsson, blaðamaður, lýsti svo í Morgunblaðinu í dag, að væri hreinræktað kántrílag, sem vantaði hinn íslenska tón.