Zsa Zsa tapaði stórfé

Zsa Zsa Gabor á ljósmynd frá 1995.
Zsa Zsa Gabor á ljósmynd frá 1995.

Kvikmyndaleikkonan Zsa Zsa Gabor er sögð hafa tapað 7 milljónum dala, jafnvirði 900 milljóna króna, á fjárfestingum hjá fjármálamanninum Bernard Madoff en Madoff er grunaður um að hafa svikið allt að 50 milljarða dala út úr viðskiptavinum sínum.

Gabor, sem verður 92 ára í febrúar, mun hafa tekið þessum tíðindum afar illa. Lögmaður leikkonunnar segir, að tjón hennar hafi verið að koma smátt og smátt í ljós á síðustu vikum og kunni að nema allt að 10 milljónum dala áður en yfir lýkur.

Zsa Zsa Gabor fæddist í Ungverjalandi og lék í myndum á borð við Moulin Rouge, Lili og Touch of Evil. Hún var oft í fréttum vegna einkalífs síns en hún giftist níu sinnum og margir eiginmenn hennar voru vellauðugir. Hún fékk heilablóðfall fyrir fjórum árum.

Gabor er ekki eina kvikmyndastjarnan sem hefur tapað á viðskiptum við Madoff.  Þannig hafa hjónin Kevin Bacon og Kyra Sedgwick tapað fé og einnig góðgerðastofnun í eigu kvikmyndaleikstjórans  Steven Spielberg.

Madoff er í stofufangelsi í íbúð sinni á Manhattan í New York meðan mál hans er í rannsókn.  Hann á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi verði hann fundinn sekur um stórfelld fjársvik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir