Zsa Zsa tapaði stórfé

Zsa Zsa Gabor á ljósmynd frá 1995.
Zsa Zsa Gabor á ljósmynd frá 1995.

Kvikmyndaleikkonan Zsa Zsa Gabor er sögð hafa tapað 7 milljónum dala, jafnvirði 900 milljóna króna, á fjárfestingum hjá fjármálamanninum Bernard Madoff en Madoff er grunaður um að hafa svikið allt að 50 milljarða dala út úr viðskiptavinum sínum.

Gabor, sem verður 92 ára í febrúar, mun hafa tekið þessum tíðindum afar illa. Lögmaður leikkonunnar segir, að tjón hennar hafi verið að koma smátt og smátt í ljós á síðustu vikum og kunni að nema allt að 10 milljónum dala áður en yfir lýkur.

Zsa Zsa Gabor fæddist í Ungverjalandi og lék í myndum á borð við Moulin Rouge, Lili og Touch of Evil. Hún var oft í fréttum vegna einkalífs síns en hún giftist níu sinnum og margir eiginmenn hennar voru vellauðugir. Hún fékk heilablóðfall fyrir fjórum árum.

Gabor er ekki eina kvikmyndastjarnan sem hefur tapað á viðskiptum við Madoff.  Þannig hafa hjónin Kevin Bacon og Kyra Sedgwick tapað fé og einnig góðgerðastofnun í eigu kvikmyndaleikstjórans  Steven Spielberg.

Madoff er í stofufangelsi í íbúð sinni á Manhattan í New York meðan mál hans er í rannsókn.  Hann á yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi verði hann fundinn sekur um stórfelld fjársvik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar