Craig leikur illmenni í Tinnakvikmynd

Daniel Craig.
Daniel Craig. Reuters

Breski leikarinn Daniel Craig, sem er þekktastur fyrir að leika James Bond, hefur samþykkt að taka að sér hlutverk illmennisins í nýrri kvikmynd um ævintýri Tinna.

Craig, sem er fertugur, mun leika Rögnvald rauða á móti Jamie Bell, sem leikur Tinna. Þeir Simon Pegg, Nick Frost og Mackenzie Crook munu einnig leika í myndinni.

Upptökur á kvikmyndinni Ævintýri Tinna: Leyndardómur einhyrningsins, í leikstjórn Steven Spielberg, eru þegar hafnar. Talið er að myndin verði frumsýnd árið 2011.

Sumir telja jafnvel að um þríleik verði að ræða. Peter Jackson, leikstjóri kvikmyndanna um Hringadróttinssögu, er einn framleiðenda myndarinnar. Talið er að hann muni leikstýra næstu mynd um Tinna.

Tinni leit fyrst dagsins ljós árið 1929, en Georges Remi er maðurinn á bak við teiknimyndahetjuna.

Fjöldi bóka hafa verið gefna út um ævintýri hans. Rúmlega 200 milljón eintök hafa selst um allan heim, og þá hafa bækurnar verið þýddar á um 70 tungumál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup