Friðrik Rafnsson fær franska orðu

Friðrik Rafnsson
Friðrik Rafnsson

Friðrik Rafnsson, þýðandi og forseti Alliance française á Íslandi, verður sæmdu riddarakrossi frönsku lista- og bókmenntaorðunnar (La croix de Chevalier des Arts et Lettres) á fimmtudaginn. Það er sendiherra Frakka á Íslandi, Olivier Mauvisseau, sem afhendir Friðriki orðuna, að því er segir í tilkynningu.

„Franska ríkið vill með þessum hætti þakka Friðriki sitt ötula og gjöfula starf í þágu styrkari tengsla á milli landanna tveggja á sviði vísinda og menningar.

Friðrik hefur komið að ýmsum verkefnum í þessa veru, t.a.m. að stofnun safns um vísindamanninn Charcot í Sandgerði. Hann hefur setið í stjórn Alliance française um árabil og verið forseti stjórnar síðan 2007.

Þekktastur er Friðrik efalaust fyrir  þýðingar sínar á frönskum bókmenntaverkum en hann hefur þýtt tuttugu skáldsögur franskra rithöfunda (Denis Diderot, Pascal Quignard, Michel Houellebecq, Benoit Duteurtre), og tveggja rithöfunda sem skrifa verk sín á frönsku, þeirra Tahar Ben Jelloun og Milan Kundera. Auk þessa hefur hann þýtt fjölmörg leikrit og ritgerðir um listir og heimspeki," samkvæmt tilkynningu.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir