Vonlaus í stefnumótunum

Ben Affleck
Ben Affleck Reuters

Leikarinn Ben Affleck, sem meðal annars átti í ástarsambandi við Gwyneth Paltrow og Jennifer Lopez áður en hann kvæntist Jennifer Garner, viðurkennir að hann hafi alltaf verið vonlaus í stefnumótunum. Nýjasta mynd Affleck er rómantísk gamanmynd, He's Just Not That Into You, og harðneitaði hann að gefa blaðamönnum góð ráð í kvennamálum.

„Þið biðjið mig um góð stefnumótaráð. Ég get ekki gefið ykkur nein. Ég var aldrei góður í slíku og ég held að það ætti enginn að fylgja mínum ráðum."

Affleck segir að það hafi verið gaman að leika í myndinni enda rifji það upp fyrri tíma áður en hann kvæntist. Myndin fjallar um nokkra unga menn og konur sem eru í ýmsum gerðum af samböndum.

Affleck segist einnig hafa fundið það við gerð myndarinnar hversu hamingju samlega hann væri kvæntur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar