Springsteen leggur land undir fót

Bruce Springsteen.
Bruce Springsteen. Reuters

Bandaríski rokkarinn Bruce Springsteen hyggst fara í hljómleikaferðalag um heiminn en hann mun hefja upp raust sína í Kaliforníu í apríl. Springsteen hefur staðfest að hann muni halda tónleika í Bandaríkjunum og Evrópu í vor og sumar.

Hann mun t.d. halda tónleika í Dublin 11. júlí nk. Þá er talið afar líklegt að hann muni leika á Glastonbury-hátíðinni, sem fer fram í júní.

Það er nóg um að vera hjá honum þessa dagana því í næstu viku mun hann troða upp í úrslitaleik ameríska ruðningsins, eða þegar leikið verður um Ofurskálina svokölluðu.

Þá tók hann lagið þegar Barack Obama sór embættiseið sem 44. forseti Bandaríkjanna 20. janúar sl.

Springsteen hyggst hefja tónleikaferðalagið í San Jose í Kaliforníu 1. apríl nk. Hann heldur svo til Evrópu í lok maí, en 30. maí mun hann leika á Pinkpop tónlistarhátíðinni í Hollandi.

Hann mun m.a. heimsækja Stokkhólm, München, Vín, Róm, Tórínó og Bilbao. Síðustu tónleikarnir í Evrópu verða svo í Santiago á Spáni 2. ágúst.

Nýjasta breiðskífa Springsteen, Working on a Dream, er komin út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir