Bjóða fjárfestum að ættleiða stúdenta

Frá Háskólatorgi
Frá Háskólatorgi mbl.is/Kristinn

Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, býður útrásarvíkingum og fjárfestum upp á að ættleiða stúdent á Háskólatorgi klukkan 12:00 í dag. Kosið er til stúdentaráðs HÍ í næstu viku en auk Röskvu býður Vaka fram í kosningunum.

„Íslenskt samfélag stendur á tímamótum. Við viljum ekki að stúdentar verði pólitískir flóttamenn heldur að þeir hafi tækifæri á að taka þátt í uppbyggingu nýs samfélags. Röskva ætlar því að efna til Menntamælagöngu frá Háskólatorgi klukkan 15:00 í dag, 29. janúar.

Með göngunni ætlum við að gera nýjum yfirvöldum ljóst að við ætlum að taka þátt í mótun nýs lýðræðis byggðu á félagslegu jafnrétti og menntun. Við viljum minna á okkur, menntamál mega ekki gleymast!," að því er segir í tilkynningu frá Röskvu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir