Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, býður útrásarvíkingum og fjárfestum upp á að ættleiða stúdent á Háskólatorgi klukkan 12:00 í dag. Kosið er til stúdentaráðs HÍ í næstu viku en auk Röskvu býður Vaka fram í kosningunum.
„Íslenskt samfélag stendur á tímamótum. Við viljum ekki að stúdentar verði pólitískir flóttamenn heldur að þeir hafi tækifæri á að taka þátt í uppbyggingu nýs samfélags. Röskva ætlar því að efna til Menntamælagöngu frá Háskólatorgi klukkan 15:00 í dag, 29. janúar.
Með göngunni ætlum við að gera nýjum yfirvöldum ljóst að við ætlum að taka þátt í mótun nýs lýðræðis byggðu á félagslegu jafnrétti og menntun. Við viljum minna á okkur, menntamál mega ekki gleymast!," að því er segir í tilkynningu frá Röskvu.