Jóhanna vekur heimsathygli

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. Reuters

Fréttir af því að Jóhanna Sigurðardóttir verði næsti forsætisráðherra Íslands hafa vakið heimsathygli. Ekki síst vegna þess að hún verður fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann. Víða er fjallað um þetta, t.d. hefur bandaríski slúðurbloggarinn Perez Hilton tjáð sig um málið.

Hilton óskar Jóhönnu góðs gengis í baráttunni framundan, enda veiti henni ekki af miðað við núverandi ástand efnahagsmála á Íslandi.

Danska dagblaðið Berlingske Tidende fjallar einnig um Jóhönnu á vef sínum, en þar kemur m.a. fram að hún muni skrifa nafn sitt í sögubækurnar.

Ekstra Bladet í Danmörku skrifar frétt um málið undir yfirskriftinni: „Lesbísk flugfreyja mun bjarga Íslandi“.

Þá fjallar bandaríska blaðið San Francisco Sentinel um Jóhönnu.

Umfjöllun Nettavisen í Noregi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gerðu ekki meiri kröfur til sjálfs þín en þú ert fær um að standast. Reyndu að semja við alla sem þú hittir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach