Kuldaskræfur í Washington

Obama hefur átt annríkt við að taka á móti fólki …
Obama hefur átt annríkt við að taka á móti fólki í Hvíta húsinu. Reuters

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, notaði tæki­færið þegar hann hitti for­stjóra nokk­urra stór­fyr­ir­tækja á fundi í vik­unni, til að stríða Washingt­on­bú­um. Sagði hann for­stjór­un­um að dæt­ur hans hefðu fengið frí í skól­an­um vegna þess að það hefði snjóað pínu­lítið. Það hefði aldrei gerst í mín­um heima­bæ, sagði for­set­inn.

Obama tók m.a. á móti for­stjór­um Google, Kodak og Xerox í Hvíta hús­inu og vildi ræða við þá um efna­hags­vand­ann. En áður en þær viðræður hóf­ust vildi for­set­inn fá að ræða um mál, sem ekki tengd­ist efna­hag.  

„Skól­an­um sem stelp­urn­ar mín­ar ganga í, var lokað í morg­un. Hvers vegna? Vegna þess að það snóaði smá­veg­is," sagði Obama.

„Eins og börn­in mín sögðu, þá er skól­un­um í Chicago aldrei lokað. Aldrei," bætti hann við og gest­irn­ir hlógu. 

„Ég neyðist víst til að fræða þenn­an bæ aðeins um Chicago-kraft­inn. Mér sýn­ist til dæm­is, að íbú­arn­ir í Washingt­on séu ekki fær­ir um að höndla smá vetr­ar­veður."

Á vetr­um er jafn­an öllu kald­ara í Chicago en Washingt­on.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þetta er ekki rétti dagurinn til að sitja heima. Sýndu samstarfsvilja, vertu með opinn huga og leyfðu öðrum að létta undir með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þetta er ekki rétti dagurinn til að sitja heima. Sýndu samstarfsvilja, vertu með opinn huga og leyfðu öðrum að létta undir með þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant