Mikill hugur í Ham

Sigurjón Kjartansson.
Sigurjón Kjartansson.

„Hljóm­sveit­in Ham hitt­ist á há­deg­is­verðar­fundi í síðustu viku. Það get ég staðfest,“ seg­ir Sig­ur­jón Kjart­ans­son, leiðtogi Ham, og glott­ir við tönn. Hljóm­sveit­in goðsagna­kennda hef­ur haldið tón­leika und­an­far­in ár með reglu­bundn­um hætti en jafn­an hef­ur lang­ur tími liðið á milli.

Stemn­ing­in á tón­leik­um er í öll­um til­fell­um gríðarleg og jafn­an er hægt að skera loftið í sund­ur með hníf, slík er spenn­an og eft­ir­vænt­ing­in.

„Við höf­um hug á að fara að tak­ast á við æf­ing­ar og iðkan­ir,“ seg­ir Sig­ur­jón. „Það er mik­ill vilji í band­inu til að gera eitt­hvað og m.a. lang­ar okk­ur að fara að taka upp nýtt efni.“

Sig­ur­jón seg­ir a.m.k. spenn­ing fyr­ir slíku í her­búðunum sem og tón­leik­um.

„Okk­ur lang­ar t.d. að halda al­menni­lega tón­leika í Reykja­vík. Og fleiri tón­leika. Ég býst við að það yrði gigg og gigg frem­ur en tón­leika­ferðalag.“

Á síðasta ári stóð líka til að end­urút­gefa tíma­móta­verkið Hold sem átti þá tutt­ugu ára af­mæli en þeim áætl­un­um var slegið á frest sök­um tíma­skorts.

„Ég er hins veg­ar með ágæt­is „master“ í hönd­un­um sem við verðum að gera eitt­hvað með. Það er sem sagt ým­is­legt sem okk­ur lang­ar til að gera, bæði hvað út­gáfu og spila­mennsku varðar.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Vitund þín hefur gjörbreyst og sömuleiðis dagskráin hjá þér. Gættu þess að hleypa ekki of mörgum að þér og vandaðu val þeirra sem komast að.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Vitund þín hefur gjörbreyst og sömuleiðis dagskráin hjá þér. Gættu þess að hleypa ekki of mörgum að þér og vandaðu val þeirra sem komast að.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son