Garpur aftur á hvíta tjaldið

Garpur í kunnuglegum stellingum fyrir framan Grayskull kastala.
Garpur í kunnuglegum stellingum fyrir framan Grayskull kastala.

John Stevenson, sem leikstýrði teiknimyndinni Kung Fu Panda, er sagður ætla leikstýra leikinni kvikmynd um teiknimyndahetjuna Garp (e. He-Man), sem naut mikilla vinsælda á níunda áratug síðustu aldar.

Hasarmyndaframleiðandinn Joel Silver er sagður taka þátt í gerð myndarinnar ásamt Warner Brothers og leikfangafyrirtækinu Mattel, að því er bandaríska kvikmyndatímaritið Variety segir.

He-Man fjallar um prins sem breytist í stríðsmann sem verndar plánetuna Eternia ásamt félögum sínum.

Þetta er ekki fyrsta kvikmyndin um Garp, því árið 1987 var búinn til kvikmynd með sænska tröllinu Dolph Lundgren í aðalhlutverki. Frank Langella, sem er tilnefndur til Óskarsverðlauna í ár fyrir leik sinn í kvikmyndinni Frost/Nixon, lék illmennið Skeletor.

Myndinni gekk afar illa í miðasölunni og var tilnefnd til Razzie-verðlauna, sem eru veitt árlega fyrir verstu kvikmyndir ársins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir