Garpur aftur á hvíta tjaldið

Garpur í kunnuglegum stellingum fyrir framan Grayskull kastala.
Garpur í kunnuglegum stellingum fyrir framan Grayskull kastala.

John Steven­son, sem leik­stýrði teikni­mynd­inni Kung Fu Panda, er sagður ætla leik­stýra leik­inni kvik­mynd um teikni­mynda­hetj­una Garp (e. He-Man), sem naut mik­illa vin­sælda á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar.

Has­ar­mynda­fram­leiðand­inn Joel Sil­ver er sagður taka þátt í gerð mynd­ar­inn­ar ásamt Warner Brot­h­ers og leik­fanga­fyr­ir­tæk­inu Mattel, að því er banda­ríska kvik­mynda­tíma­ritið Variety seg­ir.

He-Man fjall­ar um prins sem breyt­ist í stríðsmann sem vernd­ar plán­et­una Eternia ásamt fé­lög­um sín­um.

Þetta er ekki fyrsta kvik­mynd­in um Garp, því árið 1987 var bú­inn til kvik­mynd með sænska tröll­inu Dolph Lund­gren í aðal­hlut­verki. Frank Lang­ella, sem er til­nefnd­ur til Óskar­sverðlauna í ár fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­inni Frost/​Nixon, lék ill­mennið Skelet­or.

Mynd­inni gekk afar illa í miðasöl­unni og var til­nefnd til Razzie-verðlauna, sem eru veitt ár­lega fyr­ir verstu kvik­mynd­ir árs­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðkvæmnismælirinn þinn er í hámarki en err það þess virði? Hugarró er mun mikilvægari en að hafa betur í einhverju þrasi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðkvæmnismælirinn þinn er í hámarki en err það þess virði? Hugarró er mun mikilvægari en að hafa betur í einhverju þrasi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Loka