Símakosningin er í beinni útsendingu

Fulltrúar Íslands í fyrra
Fulltrúar Íslands í fyrra MARKO DJURICA

„Þetta er sprottið af einhverjum misskilningi,“ segir Elísabet Linda Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Söngvakeppni Sjónvarpsins, þegar hún er spurð út í þann orðróm að símakosningin á laugardögum sé ekki sýnd í beinni útsendingu, og sé þar með svindl.

Á þetta minnist m.a. Jens Guð á bloggsíðu sinni, og vísar þar í annað blogg þar sem því er haldið fram að barn sem sást í símakosningunni síðasta laugardag hafi í raun verið erlendis þegar þátturinn var sendur út.

„Einhverra hluta vegna var einhver kona úti í bæ sem hélt að annað barnið sem afhenti umslagið með úrslitunum síðast væri í útlöndum. En það var bara misskilningur og að sjálfsögðu er þetta í beinni útsendingu, það segir sig bara sjálft. Höfundarnir væru örugglega ekki til í að taka þátt í þessu ef þetta væri eitthvert stórt plat,“ segir Elísabet og bætir því við að þótt ekkert „beint“-merki sjáist undir merki Sjónvarpsins í útsendingu þurfi það alls ekki að þýða að þátturinn sé ekki í beinni. Hún vísar því öllum ásökunum um svindl á bug.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir