Hera Björk Þórhallsdóttir, hafnaði í öðru sæti í lokakeppni Eurovision í Danmörku í kvöld. Hera söng lagið "Someday" og komst í fjögurra laga úrslit. Það var hins vegar lagið "Believe Again" í flutningi Niels Brinck sem vann lokakeppnina og verður framlag Danmerkur í undankeppni Eurovision sem fram fer í Moskvu fimmtudaginn14. maí.
Tíu lög komust í úrslitakeppni dönsku keppninnar þar sem framlag Dana var valið. Flutningur Heru Bjarkar á laginu "Someday" veitti sigurlaginu harða keppni, eftir því sem segir í dönskum fjölmiðlum.