Hnefaleikarinn Ingemar Johansson látinn

Ingemar Johansson stendur yfir Floyd Patterson í þriðju lotu í …
Ingemar Johansson stendur yfir Floyd Patterson í þriðju lotu í viðureign þeirra 1959. AP

Sænski hnefaleikarinn Ingemar Johansson, sem varð heimsfrægur þegar hann sigraði Floyd Patterson í bardaga um heimsmeistaratitilinn í þungavigt árið 1959, er látinn 76 ára að aldri.

Johansson lést á hjúkrunarheimili á Kungsbacka á vesturströnd Svíþjóðar. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða og var fyrir áratug greindur með Alzheimersjúkdóm.

Johansson sigraði Patterson í þriðju lotu í viðureigninni, sem fór fram í Yankee Stadium í New York.  Johansson sló Patterson sjö sinnum í gólfið áður Ruby Goldstein, dómari, stöðvaði bardagann.

Hundruð þúsunda Svía hlustuðu á lýsingu í útvarpi af bardaganum, sem fór fram um miðja nótt að sænskum tíma. Johansson var aðeins fimmti heimsmeistarinn í þungavigt, sem ekki var fæddur í Bandaríkjunum. Hann var valinn íþróttamaður ársins af ýmsum stofnunum og samtökum í kjölfarið.

Johansson tapaði heimsmeistarartitlinum fyrir Patterson þegar þeir mættust á ný í New York árið 1961. Johansson sló Patterson tvívegis í gólfið en Bandaríkjamaðurinn rotaði síðan Svíann í fimmtu lotu. 

Johansson barðist fjórum sinnum eftir þetta og sigraði alltaf. Hann varð m.a. Evrópumeistari árið 1962 en hætti keppni árið 1963.

Johansson var tvíkvæntur og lætur eftir sig fimm börn.  

Ingemar Johansson árið 1960.
Ingemar Johansson árið 1960. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir