Sigurhátíð Radda fólksins á Austurvelli

mbl.is

Sautjándi mótmælafundur Radda fólksins verður haldinn á Austurvelli í dag og hefst hann að venju klukkan 15. Yfirskrift fundarins er sem fyrr Breiðfylking gegn ástandinu. Í kvöld halda Raddir fólksins sigurtónleik, búsáhaldaboogie, á NASA.

Í sautján vikur hafa Raddir fólksins barist gegn flokksræði og siðleysi í íslenskum stjórnmálum. Tugþúsundir Íslendinga hafa flykkst á Austurvöll til að knýja fram virkt lýðræði og nýja stjórnarskrá, segir í tilkynningu Radda fólksins.

Þar segir ennfremur að með samstilltu átaki fjöldans og einbeittum markmiðum hafi tekist að ná glæsilegum áfangasigri. Ein óvinsælasta stjórn Íslandssögunnar sé fallin, boðað hafi verið til kosninga og búið sé að víkja stjórn Fjármálaeftirlitsins frá störfum.

„Eftir er þó lokavígi landráða og valdagræðgi í íslenskri flokkspólitík. Stjórn Seðlabankans situr enn. Þeir vanhæfu einstaklingar sem þar sitja verða að víkja tafarlaust og sæta ábyrgð fyrir embættisafglöp,“ segir í tilkynningu Radda fólksins.

Ávörp á fundinum á Austurvelli flytja Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur, Katrín Snæhólm Baldursdóttir, listakona og Viðar Þorsteinsson, heimsspekingur. fundarstjóri er líkt og á fyrri fundum, Hörður Torfason.

Í kvöld halda Raddir fólksins Búsáhaldaboogie á NASA. Mugison, Sudden Weather Change, Reykjavík, Erpur og XXXRottweiler og Jeff Who troða upp. Tónleikarnir hefjast klukkan 23.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka