West á aðeins 450 skópör

Kayne West.
Kayne West.

Ekki er hægt að segja annað en bandaríski rapparinn Kanye West sé sérstakur áhugamaður um skó, en hann á 450 skópör. West lét hafa eftir sér í viðtali nýlega að hann væri svo ríkur að hann hefði sérstakan mann í vinnu sem hefði það eina hlutverk að sjá um skóna hans.

„Ég réð mann til þess að sjá um skóna mína. Hann þrífur þá, setur þá í kassa og tekur myndir af þeim svo það sé auðveldara að finna þá,“ sagði West í viðtali án þess að blikna.

West hefur annars fært sig töluvert upp á skaftið í fatahönnun að undanförnu, en sem dæmi má nefna að hann hannaði nýja skó fyrir hinn virta franska fatahönnuð Louis Vuitton.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar