Tom sýnir gráa makkann

Ton Jones í Varsjá í gærkvöldi.
Ton Jones í Varsjá í gærkvöldi. AP

Welski söngvarinn og hjartaknúsarinn Tom Jones er orðinn 68 ára. Halda mætti að Elli kerling hafi verið ein af fáum sem staðist hafa persónutöfra Toms því hann hefur jafnan skartað hrafnsvörtu hári og skeggi - þar til í gærkvöldi!

Jones er á Evrópuferð að kynna nýja plötu sína, 24 Hours. Þegar hann birtist í Madrid á Spáni í desember var hár og skegg svart en í gærkvöldi var söngvarinn í Varsjá í Póllandi og þá voru hárin orðin grá. 

Lesendur verða svo að dæma um hvor háraliturinn fer Tom Jones betur. 

Tom Jones í Madrid 9. desember.
Tom Jones í Madrid 9. desember. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar