Ómar Ragnarsson: „Skelfileg lífsreynsla“

Ómar Ragnarsson
Ómar Ragnarsson Ragnar Axelsson

Frétt­in hér á mbl.is í gær um banda­ríska pilt­inn sem fór í sitt fyrsta fall­hlíf­ar­stökk með látn­um leiðbein­anda verður Ómari Ragn­ars­syni til­efni til að rifja upp þegar hann varð fyrsti farþeg­inn í loft­belgs­flugi á Íslandi 1976 - með skelfi­leg­um hætti.

„At­vikið þegar nem­andinn í fall­hlíf­ar­stökk­inu lenti með deyj­andi leiðbein­anda vek­ur vond­ar minn­ing­ar í huga mér.

Ég varð fyrsti farþeg­inn í loft­belgs­flugi á Íslandi 1976 á skelfi­leg­an hátt. Vind­ur­inn var allt of mik­ill og flug­stjór­inn sem stóð í körf­unni sagði mér að halda henni fastri ásamt aðstoðarmönn­um á meðan hann kynti loft­belg­inn með heitu lofti svo að loft­belg­ur­inn reis smám sam­an ská­hallt upp í loftið vegna vinds­ins.

Þá hrópaði flug­stjór­inn: „Þegar ég segi: Sleppa!, - eiga all­ir að sleppa nema Ómar. Þú held­ur tak­inu, Ómar, og klifr­ar um borð."

Um leið og all­ir slepptu nema ég fóru loft­belg­ur­inn og karf­an neðan í hon­um á fleygi­ferð eft­ir tún­inu á Álfta­nesi, sem við vor­um á. Ég komst ekki um borð en hékk á körf­unni.

Karf­an enda­sent­ist eft­ir tún­inu með mig hang­andi utan á henni og fór í gegn­um girðingu og grjót við Álfta­nes­veg­inn. Bæði stíg­vél­in mín urðu eft­ir í girðing­unni.

Karf­an fór síðan á fleygi­ferð yfir Álfta­nes­veg­inn og í gegn­um urð og aðra girðingu þar. Enn hékk ég utan á henni. Það var búið að til­kynna fjöl­miðlun­um það að þetta yrði fyrsta loft­belgs­flug með farþega á Íslandi.

Þá loks­ins lyft­ust belg­ur­inn og karf­an frá jörðu með mig enn hang­andi utan á körf­unni. Skyndi­lega áttaði ég mig á því að ég myndi ekki kom­ast upp í körf­una held­ur hanga bjarg­ar­laus utan á henni, nema að flug­stjór­inn kæmi mér til bjarg­ar.

Ég hafði bú­ist við að flug­stjór­inn hjálpaði mér en hann var greini­lega bú­inn að gleyma mér eða af­skrifa mig og kynti gashita­tækið eins og óður væri. Hávaðinn í gas­tæk­inu var svo mik­ill að hann heyrði ekki hróp mín.

Þá kom eitt skelfi­leg­asta augna­blikið í lífi mínu þegar ég sá jörðina fjar­lægj­ast þegar belg­ur­inn þeytt­ist upp á við og áttaði mig á því að ég gæti ekki haldið tak­inu miklu leng­ur.

Til allr­ar ham­ingju kom niður­streymi og belg­ur­inn lækkaði flugið á ný en þá tók við önn­ur skelf­ing: Karf­an byrjaði að snú­ast og á tíma­bili virt­ist svo sem ég yrði öf­ugu meg­in á henni, miðað við stefnu belgs­ins und­an vind­in­um, og að hún myndi skella þannig á jörðinni að hún kremdi mig und­ir sér.

Enn var heppn­in yfir mér. Karf­an skall í jörðina eft­ir að hafa snú­ist í heil­an hring og ég missti takið, losnaði frá henni og kút­velt­ist í mó­an­um.

Nokkr­ir blaðamenn urðu vitni að þess­um ósköp­um og voru fegn­ir að sjá mig koma haltrandi til baka á sokka­leist­un­um með blóðuga fæt­ur eft­ir grjót og gadda­vír. Ég er enn með ör á hægri fæti eft­ir þess­ar hrak­far­ir.

Ekki var til set­unn­ar boðið, held­ur þeyst af stað og farið á eft­ir belgn­um í flug­vél. Enda­lok ferðar belgs­ins urðu þær að hann flaug á há­spennu­línu í Mela­sveit, hálf­brann og skall niður á tún um leið og hann kort­slúttaði sveit­inni!

Flug­stjór­inn marðist en slapp óbrot­inn.

Eft­ir á fékk ég þær upp­lýs­ing­ar að svona loft­belg, sem lyft er af heitu lofti, megi ekki taka á loft nema mest 3-4 hnúta vindi. Vind­ur­inn í flug­tak­inu á Álfta­nesi var hins veg­ar 25-30 hnút­ar!“

Blogg Ómars


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon En draumkenndur dagur. Fólk lítur til þín með aðdáun og virðingu og þú átt það skilið. Ný sambönd hjálpa þér við að umbreyta hugmynd yfir í áþreifanleg verðmæti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Steingeit

Sign icon En draumkenndur dagur. Fólk lítur til þín með aðdáun og virðingu og þú átt það skilið. Ný sambönd hjálpa þér við að umbreyta hugmynd yfir í áþreifanleg verðmæti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason