„Þau sögðu mig búna að vera og eiga enga von“

Ómar Ragnarsson
Ómar Ragnarsson Ragnar Axelsson

Ómar Ragnarsson hefur samið ófá lögin sem hafa náð vinsældum og segir þau yfirleitt verða til á augabragði. Þannig var það líka með nýjasta skemmtisönginn, „Saga Jóhönnu“, sem er farinn að heyrast í útvarpinu. Hann er um Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og varð til undir stýri á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar.

„Ég var að fara að skemmta þar og ákvað að nota tímann á leiðinni, fram og til baka, til að gera þetta,“ segir Ómar. Hann samdi þá lag og texta og fékk síðan Vilhjálm Guðjónsson til að hjálpa sér við útsetningu og upptöku. Þeir byrjuðu á fimmtudaginn var og á föstudag kom Ómar upptökunni í útvarpið.

Ómar segir sköpunargáfuna taka kipp þegar mikið er um að vera í þjóðmálunum.

Í nýja textanum vitnar hann meðal annars til frægra orða Jóhönnu: „Þau sögðu mig búna að vera og eiga enga von/ en „minn tími mun koma“ ég söng lon og don.“

Ómar segist hafa sett lagið inn á bloggsíðu sína, svo Jóhanna, sem eflaust er önnum kafin þessa dagana, hafi færi á að heyra það.

Texti Ómars endar á þessa leið: „Og sá hlær best sem síðast hlær, nú syng ég lon og don:/ Minn tími er kominn, Jón Baldvin Hannibalsson.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir