Istorrent-dómur kveikir ótta í brjósti torrentáhugamanna

Svavar Lúthersson, eigandi istorrent
Svavar Lúthersson, eigandi istorrent

Nýfallinn dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli STEFs gegn Istorrent og Svavari Lútherssyni, stofnanda þess, hefur vakið talverða athygli meðal torrentáhugamanna hér á landi, ekki síst fyrir það að í dómnum er kveðið skýrt uppúr með það að Istorrent og Svavar beri ábyrgð á hugsanlegum lögbrotum notenda vefsetursins þar sem starfsemin hafi greinilega verið beinlínis til þess að auðvelda mönnum að skiptast á höfundarréttarvörðu efni.

Þetta hefur orðið þeim til umhugsunar sem reka íslenska torrent-vefi og þannig lagði torrentsíðan thevikingbay.org upp laupana í kjölfar dómsins eins og lesa má í tilkynningu á síðunni dómsuppkvaðningardaginn:

„Við hjá TheVikingBay höfum ákveðið að aðskilja okkur algjörlega frá Torrent heiminum frá og með deginum í dag.“.

Ýmsar ástæður eru tíndar til og þar á meðal þessi:

„Einnig eftir að dómurinn gegn Torrent.is var kveðinn upp ákvöddum við að það væri ekki þess virði, gagnvart okkur, að eltast við þann draum um frelsi á netinu, þegar í endann verðum við lokaðir inní litlum klefa seinna meir.“

Enn eru þó reknar íslenskar torrent-síður, til að mynda rTorrent og Deiling.is, en líklegt verður að telja að STEF, og eins einstakir útgefendur og listamenn, muni einnig höfða mál á hendur þeim í framhaldi af dómi Héraðsdóms.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir