Sarah Jessica Parker hefur engar áhyggjur af aldrinum og er harðánægð með útlitið. Leikkonan sem er 43 ára gömul sér enga ástæðu til að bregða sér til lýtalæknis. Hún segir að það sé hins vegar skrýtið að fylgjast með jafnöldrum sínum sem verða sífellt unglegri eftir því sem árin líða.
„Fólk sem er yngra en ég er með færri hrukkur en ég. Og þú átt ekki að tala um það heldur áttu að dást að fólki sem lýtur út fyrir að vera 22 ára þrátt fyrir að vera 58 ára."
Parker ráðleggur ungum og upprennandi stjörnum að bera virðingu fyrir öðru fólki og koma fram við það líkt og það vilji láta koma fram við sig.