Pot og daður á Facebook orðið að sambúð

Elísabet Sveinsdóttir og Ellert Sigtryggsson
Elísabet Sveinsdóttir og Ellert Sigtryggsson mbl.is/Golli

Elísabet Sveinsdóttir og Ellert Sigtryggsson kynntust sl. vor á Facebook. „Beta byrjaði að pota í mig,“ segir Ellert en „pot“ er vinsæl leið á Facebook til að láta vita að maður hafi áhuga. Hún hafði séð myndir af honum á síðu sameiginlegs vinar þeirra og leist vel á en þau þekktu ekki hvort annað. Hún ákvað að láta slag standa. „Ég potaði svo til baka,“ segir hann. Þau skiptust á að pota hvort í annað í nokkrar vikur þar til Elísabet sendi Ellert vinabeiðni. Þau sendu svo skilaboð á milli sín og þannig þróaðist sambandið smám saman. „Ég var ekki inni á Facebook í þessum tilgangi en svo er maður að heyra í dag að þetta sé orðinn hálfgerður skiptimarkaður, í staðinn fyrir einkamál.is, en mér finnst þetta stórsniðugt.“

Elísabet og Ellert hafa staðið í ströngu undanfarna daga við að mála og gera nýja, sameiginlega húsnæðið sitt tilbúið fyrir innflutning um helgina og eru börnin þeirra, á aldrinum 3-21 árs, afar ánægð með ráðahaginn. „Ég var pínu feiminn að segja frá því hvernig við kynntumst en er það ekki í dag,“ segir Ellert en hann segir eldra fólk helst fussa og sveia yfir þessari nýju leið til að kynnast einhverjum í rómantískum hugleiðingum. „Ég á 21 árs dóttur og hún sagði: „Eruð þið Facebook-par? En flott!“ Svo henni fannst þetta bara geggjað.“ Þau hafa bæði verið meðlimir á Facebook í u.þ.b. hálft annað ár. „Mér fannst þetta fyrst ótrúlega lummó en svo voru allir komnir inn á þetta,“ segir Ellert og Elísabet er sammála, langflestir sem þau þekkja eru á Facebook.

Ítarlega er fjallað um Facebook í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar