Peaches Geldof að skilja eftir sex mánaða hjónaband

Peaches Geldof
Peaches Geldof

Hin nítján ára gamla Peaches Geldof og eiginmaður hennar, söngvarinn Max Drummey, 24 ára, eru að skilja, einungis sex mánuðum eftir sex mánaða hjónaband. Þau gengu í hjónaband í Las Vegas í ágúst í fyrra, mánuði eftir að þau kynntust. Geldof er dóttir Bob Geldof. 

Í yfirlýsingu frá hjónakornunum kemur fram að skilnaðurinn sé sameiginleg ákvörðun og að ekki blandist aðrir þar inn. Kemur fram að þau vilji vera vinir áfram. Þeim þyki afar vænt um hvort annað en þau séu ólík.

Geldof ætlar áfram að búa og starfa í New York og Lundúnum en hún starfar við fjölmiðla og tískuverkefni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar