Pútín neitar ABBA-dansi

Breska hljómsveitin Björn Again
Breska hljómsveitin Björn Again

Ansi undarlegt mál er komið upp í rússneskum fjölmiðlum en svo virðist sem Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússa, vilji verja þá karlmennskulegu ímynd sem hann hefur skapað sér.

Breska hljómsveitin Björn Again er spilar einungis lög ABBA greindi nefnilega frá því í viðtali að þau hefðu fengið rúmar þrjár milljónir króna borgaðar fyrir að leika í einkaveislu sem Pútín á að hafa haldið nú í lok janúar. Þangað á forsætisráðherran að hafa mætt og aðeins sjö aðrir gestir. Þau sögðu forsætisráðherrann hafa verið í miklu stuði og fullyrtu að hann hefði dansað sem óður maður og hrópað „bravó!“ af hreinni ánægju.

Þegar staðhæfingar sveitarinnar voru svo bornar undir talsmenn forsætisráðherra var þeim neitað. Talið er að þar sé Pútín að reyna verja þá sterku karlmannalegu ímynd sem hann hefur skapað sér, en hann er fyrrum njósnari hjá KGB og hefur svarta beltið í júdó.

„Pútín dansaði með í sæti sínu við Super Trouper og lyfti jafnvel höndunum þegar við spiluðum Mamma Mia,“ sagði Aileen McLaughlin er kemur fram í gervi Agnethu Fältskog með Björn Again.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir