Kvikmyndin Slumdog Millionaire heldur áfram að sópa að sér verðlaunum. Í gær verðlaunuðir samtök bandaríska handritshöfundar myndina á árlegri samkomu sinni. Er þetta talið auka vinningslíkur myndarinnar þegar kemur að sjálfum Oscars verðlaununum síðar í þessum mánuði, en myndin er tilnefnd til 10 verðlauna.
Af öðrum myndum sem verðlaunaðar voru í gærkvöldi fyrir framúrskarandi handrit má nefna Doubt, Milk og The Curious Case of Benjamin Button. Slumdog Millionaire var einnig verðlaunuð á verðlaunahátið bandaríska framleiðenda sem fram fór sama dag.