Twitter-æði rúllar af stað

Morgunblaðið /Árni Matthíasson

Fyrir fimm árum var enginn maður með mönnum nema að halda úti sinni eigin MySpace síðu. Þremur árum seinna höfðu margir skipt yfir í Facebook, enda fleiri möguleikar þar til að eyða tíma sínum í alls kyns leikjum eða sjálfsprófum auk þess sem auðveldara er að fylgjast með lífi annarra í gegnum fésbókina.

Nýjasta netæðið er vefsíðan twitter.com sem er tengslasíða er stólar eingöngu á svokölluð ör-blogg.

Þetta er því næsta skref textaboðs- tækninnar er menn tóku fyrst upp þegar stafræn tækni varð hluti af daglegu lífi mannsins. Þá með komu tölvupósta, sms-skilaboða eða msn-skilaboða.

Er þetta ekki eins og fésbókin?

Aðgerðin er í rauninni nákvæmlega sú sama og ástandsrákin (status bar) á Facebook býður upp á en virknin er þó önnur. Helsta ástæða þess er að á Twitter bjóða alls kyns stofnanir, tónlistarmenn, hljómsveitir, leikarar eða annað frægt fólk notendum að vera áskrifendur að ör-bloggum sínum. Þannig virkar Twitter sem skjót og skilvirk leið til þess að koma skilaboðum beint til þeirra er hafa áhuga á þér sem persónu eða því sem þú hefur upp á að bjóða.

Þarna er líka góð leið fyrir tónlistarfólk til þess að leyfa aðdáendum að fylgjast með því sem er í gangi hverju sinni. Margir tónlistarmenn eru duglegir við að senda inn ör-blogg, og þar á meðal nokkrir íslenskir. Hafa listamennirnir Björk, Ghostigital, Sprengjuhöllin, Sigur Rós, Amiina og Ólafur Arnalds öll kosið að nýta sér Twitter sem leið til að koma skilaboðum til aðdáenda sinna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir