Auglýsingasamningi Brown sagt upp

Bandaríski tyggjóframleiðandinn Wrigley's hefur sagt upp auglýsingasamningi við rapparann Chris Brown tímabundið eftir að hann var handtekinn fyrir að beita kærustu sína, söngkonuna Rihönnu, heimilisofbeldi. Brown sem átti að koma fram á körfuboltaleik hefur einnig verið beðinn um að sleppa því að mæta.

Brown gaf sig fram við lögreglu eftir að söngkonan kærði atvikið og er nú laus gegn 50 þúsund dollara tryggingu.

Parið sást yfirgefa fyrirpartí Grammy verðlaunanna á laugardagskvöldið í fússi. Þau sáust svo hnakkrífast í bílnum eftir að þau yfirgáfu svæðið.

Sjónvarvottur hringdi svo í neyðarlínuna eftir að parið kom heim. Samkvæmt lögreglunni sást töluvert á söngkonunni sem benti á kærastann sem árásarmanninn. Hann hefur verið kærður fyrir að hóta líkamsmeiðingum en líklegt þykir að hann verði síðar kærður fyrir verknaðinn.

Búist hafði verið við parinu á Grammy verðlaunahátíðina er haldin var á sunnudagskvöldið, en þau létu hvorugt sjá sig. Þau áttu bæði að flytja lög sín þar en afboðuðu aðeins með nokkra klukkustunda fyrirvara. Talsmenn Rihönnu segja hana við góða heilsu. Hún hefur hins vegar hætt við tónleika sem hún ætlaði að halda í Malasíu á föstudaginn kemur.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar