Er Hrói út í hött?

Ridley Scott.
Ridley Scott. Reuters

Framleiðsla kvikmyndar breska leikstjórans Ridley Scott um Hróa Hött er í lausu lofti. Ástæðan er sú að stöðugar seinkanir á tökum hafa valdið því að leikkonan Sienna Miller hefur hætt við leika í myndinni. Miller sem átti að fara með hlutverk Marian, er á Hróa hjarta, gat ekki staðið við skuldbindingar sínar þar sem hún átti að hefja vinnu að annarri kvikmynd. Nú er talað um að ástralska leikkonan Cate Blanchett verði fengin í hlutverkið, en hún hlýtur nú að teljast öllu vænlegri kostur en Miller enda margverðlaunuð fyrir leik sinn.

Margar ástæður eru fyrir seinkununum en þær má rekja til vandræða við handritsgerð, óheppilegs veðurfars og óákveðni í ráðningu í aukahlutverk. Framleiðslan er þó ekki talin í hættu enn og áætlað er að hefja tökur seinna á þessu ári.

Myndin mun heita Nottingham og vera öllu dekkri útgáfa af sögunni um Hróa Hött en sést hefur á hvíta tjaldinu til þessa. Ekkert í líkingu við myndina þar sem Kevin Costner fór í sokkabuxurnar. Ástralinn Russell Crowe mun fara með hlutverk Hróa en einnig hafa þau Mark Strong, William Hurt og Vanessa Redgrave verið orðuð við myndina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar