Alltaf má treysta á Bubba Morthens

Bubbi Morthens og Egó við Seðlabankann í gærmorgun
Bubbi Morthens og Egó við Seðlabankann í gærmorgun mbl.is/Kristinn

Jón Ásgeir Jóhannesson mætti ekki í Færiband Bubba á Rás 2 í fyrrakvöld. Á bubbi.is segir að heimsóknin hafi runnið út í sandinn vegna forfalla og þar með er það útskýrt!?

Hins vegar var Bubbi mættur fyrir utan Seðlabankann í gær ásamt Egó þar sem hann söng viðstöddum byltingaranda í brjóst en á milli laga beindi hann orðum sínum vítt og breitt um samfélagið – svo sem til bankastjóranna tveggja sem enn sitja, starfsmanna Seðlabankans og alþingismanna.

Ekki er annað hægt en að taka hattinn ofan fyrir Bubba sem enn þann dag í dag – eftir 30 ára barning fyrir öllum sköpuðum hlutum – rífur sig upp til að leggja enn einu baráttumálinu lið. Sem leiðir mann að annarri spurningu: Hvar eru arftakar Bubba? Af hverju er hálfsextugur maðurinn einn íslenskra tónlistarmanna að berjast fyrir umbótum í samfélaginu?

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir