Hætt keppni í Alaska

Íslendingaliðið sem tekur þátt í vélsleðakeppninni The Tesoro Iron Dog Race í Alaska, varð að hætta keppni í dag. Vegna fimbulkulda varð liðið að stoppa í Galena  til að lagfæra sleðana. Keppnisstjórn mat það svo að liðið næði ekki í tíma til Nome, áður en fyrstu keppendur ækju brautina til baka og bannaði því Íslendingunum að halda áfram. Fjögur af sjö liðum í flokki Íslendinganna voru stöðvuð og átta lið í atvinnumannaflokki.

Frosthörkur gerðu þátttakendum í vélsleðakeppninni erfitt fyrir í dag frostið fór niður í 60 gráður. Ef tekið er tillit til áhrifa vindkælingar mælist frostið 92 gráður á celsíus.

Hjónin Sigurjón Pétursson og Þóra Hrönn Njálsdóttir sem ræstu ásamt 83 keppendum á sunnudag, urðu að hætta keppni í dag. Þau lentu í vandræðum á leiðinni frá Ruby til Galena og þurftu að láta lagfæra sleðana í Galena en höggdeyfar hreinlega frusu fastir. Þau ákváðu að gista í Galena í nótt og ætluðu að halda förinni áfram, ásamt tveimur liðsfélögum, á morgun. Keppnisstjórn mat það hins vegar svo að þau næðu ekki í tíma til Nome, áður en fyrstu keppnislið sneru við frá Nome. Brautin er það þröng að ekki þótti á það hættandi að láta sleða aka í báðar áttir.

Þóra Hrönn flaug frá Galena til Nome en félagar hennar þrír ætla að aka á sleðunum til Fairbanks þaðan sem þeir fljúga til Nome. Þangað ættu þeir að koma eftir tvo sólarhringa.

Haft er eftir Þóru á heimasíðu þeirra hjóna að hún hafi skemmt sér konunglega en keppnin hafi verið allt öðruvísi en hún hafði ímyndað sér.

Heimasíða Sigurjóns og Þóru

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir