Hætt keppni í Alaska

Íslend­ingaliðið sem tek­ur þátt í vélsleðakeppn­inni The Tesoro Iron Dog Race í Alaska, varð að hætta keppni í dag. Vegna fimb­ul­kulda varð liðið að stoppa í Galena  til að lag­færa sleðana. Keppn­is­stjórn mat það svo að liðið næði ekki í tíma til Nome, áður en fyrstu kepp­end­ur ækju braut­ina til baka og bannaði því Íslend­ing­un­um að halda áfram. Fjög­ur af sjö liðum í flokki Íslend­ing­anna voru stöðvuð og átta lið í at­vinnu­manna­flokki.

Frost­hörk­ur gerðu þátt­tak­end­um í vélsleðakeppn­inni erfitt fyr­ir í dag frostið fór niður í 60 gráður. Ef tekið er til­lit til áhrifa vind­kæl­ing­ar mæl­ist frostið 92 gráður á cel­síus.

Hjón­in Sig­ur­jón Pét­urs­son og Þóra Hrönn Njáls­dótt­ir sem ræstu ásamt 83 kepp­end­um á sunnu­dag, urðu að hætta keppni í dag. Þau lentu í vand­ræðum á leiðinni frá Ruby til Galena og þurftu að láta lag­færa sleðana í Galena en högg­deyf­ar hrein­lega frusu fast­ir. Þau ákváðu að gista í Galena í nótt og ætluðu að halda för­inni áfram, ásamt tveim­ur liðsfé­lög­um, á morg­un. Keppn­is­stjórn mat það hins veg­ar svo að þau næðu ekki í tíma til Nome, áður en fyrstu keppn­islið sneru við frá Nome. Braut­in er það þröng að ekki þótti á það hætt­andi að láta sleða aka í báðar átt­ir.

Þóra Hrönn flaug frá Galena til Nome en fé­lag­ar henn­ar þrír ætla að aka á sleðunum til Fair­banks þaðan sem þeir fljúga til Nome. Þangað ættu þeir að koma eft­ir tvo sól­ar­hringa.

Haft er eft­ir Þóru á heimasíðu þeirra hjóna að hún hafi skemmt sér kon­ung­lega en keppn­in hafi verið allt öðru­vísi en hún hafði ímyndað sér.

Heimasíða Sig­ur­jóns og Þóru

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þótt miklar annir séu hjá þér máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Vertu viss um að þeir sem málið varðar viti ótvírætt hvað þú ert að pæla.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir