Paris Hilton vill vinna með Paul McCartney

Paris Hilton
Paris Hilton MARIO ANZUONI

Hótelerfinginn og veislusnótin Paris Hilton hefur lýst yfir áhuga á að syngja dúett með Paul McCartney. Stúlkan, sem gaf út plötuna Paris árið 2006, króaði Bítilinn af í boði að lokinni Grammy-verðlaunahátíðinni og bar þar upp tilboðið. Að sögn breska dagblaðsins The Sun mun Paris hafa sagt: „Það væri frábært ef við gætið sungið saman. Ég er líka söngvari og hef gefið út plötu.“ Að sögn sjónarvotta var Paul hinn kurteisasti; brosti, kinkaði kolli og sagði svo að hann þyrfti að athuga í dagbókinni sinni hvort hann hefði tíma. Að því loknu mun Paris hafa vikið talinu að hári McCartneys og sagt: „Það er mjög Bítlalegt. Ógesslega sætt!“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar