Svavar á 4,4 milljónir

Vönduð verk eftir nokkra kunnustu myndlistarmenn þjóðarinnar voru boðin upp hjá Gallerí Fold á mánudagskvöldið. Dýrasta verkið sem seldist var Miðsumarnótt, olíumálverk frá árinu 1944 eftir Svavar Guðnason, sem var slegið kaupanda á 4,4 milljónir króna.

Tryggvi P. Friðriksson uppboðshaldari sagði uppboðið hafa gengið vel, en um 80 af 92 verkum seldust.

Meðal annarra verðmætra verka sem seldust má nefna málverk eftir Nínu Tryggvadóttur sem var slegið á 1.350.000 krónur en var metið á um tvær milljónir, abstraktverk eftir Þorvald Skúlason frá árinu 1962 var slegið á eina og hálfa milljón, á matsverði, tvö verk eftir Kristján Davíðsson seldust á 650.000 og 800.000, þau voru metin á 1,6 og 1,2 milljónir, og módelmynd eftir Gunnlaug Blöndal var slegin kaupanda á 950.000, sú var metin á 1,6 milljónir.

Tryggvi segir þetta hafa verið gott uppboð og fínar myndir sem voru að koma inn.

„Í fljótu bragði sýnist mér þetta hafa verið bærilegt. Sum aldýrustu verkin fóru ekki en annað seldist,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir